Jarðvinna logo

Fagleg þjónusta frá grunni

Við bjóðum upp á fjölbreytta og faglega jarðvinnuþjónustu fyrir bæði opinbera aðila og einkaaðila. Hvort sem um er að ræða smærri verkefni eða stórar framkvæmdir, leggjum við metnað í að skila vönduðum verkum, á réttum tíma og samkvæmt þínum þörfum.

Kranabílar

Við bjóðum upp á öfluga og vel útbúna kranabíla sem henta fyrir fjölbreytt verkefni. Bílarnir eru búnir öllum helstu aukabúnaði, þar á meðal grabbum í mismunandi stærðum, brettagöflum, herðartré og mannkörfu. Hvort sem um ræðir flutning, lyftingu eða aðra kranaþjónustu, tryggjum við örugga og skilvirka lausn.

Sjá meira

Byggingarframkvæmdir

Við höfum áratuga reynslu af jarðvinnu við byggingarframkvæmdir. Við tökum að okkur alla jarðvinnu tengt byggingarframkvæmdum frá húsagrunnum og sökklum til stærri og flóknari jarðvinnuframkvæmda. Með öflugum tækjabúnaði og reyndu teymi tryggjum við nákvæm vinnubrögð og traustan grunn fyrir hvers kyns byggingarverkefnum.

Sjá meira

Lagnir & veitur

Við höfum víðtæka reynslu af lagnaframkvæmdum. Við sinnum lögnum fyrir rafmagn, ljósleiðara, fráveitu, heitt og kalt vatn – allt í nánu samstarfi við helstu veitufyrirtæki landsins. Verkefnin eru unnin af nákvæmni og í samræmi við strangar öryggis- og gæðakröfur.

Sjá meira

Yfirborðs & lóðafrágangur

Við hjá Jardvinna.is bjóðum upp á vandaðan yfirborðs- og lóðafrágang fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. Með víðtæka reynslu og trausta þekkingu sinnum við öllum verkum af fagmennsku – hvort sem um er að ræða undirbúning fyrir hellulagnir, malbikun, grjótröðun eða annað lóðatengt frágangsstarf.

Sjá meira

Snjómokstur & Söltun

Við bjóðum upp á öflugt tækjabúnað og áreiðanlega þjónustu í snjómokstri og söltun. Með vörubílum með snjótönn og hjólavélum með stórum snjóskóflum sinnum við öllum verkefnum – allt frá stofnbrautum og götum niður í bílaplön og stíga. Við leggjum áherslu á skjót viðbrögð, örugg vinnubrögð og gott aðgengi í öllum aðstæðum.

Sjá meira

Afhverju að velja okkur?

Með reynslu, sérþekkingu og öflugan tækjabúnað tryggjum við faglega framkvæmd frá upphafi til enda. Við stöndum við gefin loforð, vinnum hratt og örugglega – og leggjum áherslu á gott samstarf við viðskiptavini okkar.

01

Áralöng reynsla og þekking

Við búum yfir áratugum af þekkingu og reynslu við íslenskar aðstæður.

02

Fagmennska

Hjá okkur starfa hópur af fagmönnum sem eru sérfæðingar á sínu sviði.

03

Frágangur

Við tryggjum að allur frágangur sé til fyrirmyndar.

04

Hágæða búnaður

Við erum með hágæða vélar og tæki til að sigrast á öllum verkefnum.

Hafðu samband

Hringdu, sendu póst eða fylltu út formið og við svörum við fyrsta tækifæri.